Öllu tjaldað til fyrir brúðkaup Gates

Jennifer Gates og Nayal Nassar munu ganga í hjónaband um …
Jennifer Gates og Nayal Nassar munu ganga í hjónaband um helgina. Skjáskot/Instagram

Jennifer Gates, elsta dóttir auðkýfingsins Bills Gates og Melindu Gates, mun ganga í það heilaga á hestabúgarði sínum Westchester County í New York-ríki um helgina. Um er að ræða heljarinnar brúðkaup þar sem aðeins þeim ríku og frægu er boðið. New York Post greinir frá.

Jennifer Gates trúlofaðist milljónamæringnum Nayel Nassar í upphafi síðasta árs. Nass­ar er af egypsk­um ætt­um, vel efnaður og kepp­ir í reiðmennsku. Hann er þrítugur en Gates 25 ára.

Brúðkaupið fer fram á búgarðinum sem foreldrar hennar keyptu handa henni árið 2018, stuttu eftir að hún útskrifaðist úr Stanford-háskóla. 

Öllu verður tjaldað til á búgarðinum en undanfarnar tvær vikur hefur mikið gengið á. Búið er að byggja svið, skála fyrir veisluna og koma fyrir kömrum. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.