Gekk að eiga fimmtu eiginkonuna

Roger Waters dregur hring á fingur Kamiluh Chavis.
Roger Waters dregur hring á fingur Kamiluh Chavis.

Breski tónlistarmaðurinn Roger Waters er giftur maður enn á ný. Waters gekk að eiga Kamiluh Chavis en þau trúlofuðu sig í ágúst síðastliðnum. Þetta er fimmta eiginkona hins 78 ára gamla Waters sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið einn af stofnmeðlimum rokksveitarinnar Pink Floyd. 

Waters greindi frá gleðifréttunum á samfélagsmiðlum og birti myndir frá brúðkaupinu. Brúðkaupið fór fram á heimili Waters í Bridgehampton í New York í Bandaríkjunum. 

Waters og Chavis hafa verið saman í nokkur ár en hann sagði frá því í viðtali árið 2018 að hann hefði kynnst henni á tónleikum sínum ári áður. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.