Félag málandi kvenna opnar listasýningu

Í dag hófst listasýning 16 kvenna í Listasal Mosfellsbæjar sem gengur undir heitinu Endurheimt(a)/Reclaim(ing). 

Þetta er fyrsta sýning listahópsins Félag málandi kvenna, sem er óformlegt stuðningsnet við kvenkyns málara, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Hópurinn varð til í kjölfar óformlegrar könnunar sem Kristín Morthens gerði árið 2019 um hlutfall kvenna sem sýnenda í galleríum Reykjavíkur. Hún var þá tiltölulega nýkomin til Reykjavíkur frá Toronto í Kanada, þar sem margir stærstu málaranna eru konur.

Ört stækkandi hópur

„Hlutfallið hér var alveg fáránlegt. Þegar ég leit betur yfir landslagið tók ég eftir hvað miklu munar á sölum á málverkum eftir karla og konur, það var eins og hugmyndin um karlkyns málarasnillinginn sæti enn föst í hugum borgarbúa – að „málarinn” líti út eins og Kjarval eða einhver af okkar gömlu „meisturum”.“ er meðal annars haft eftir Kristínu í fréttatilkynningunni.

Félag málandi kvenna er ört stækkandi hópur en sextán listakonur verða með verk á sýningunni í Listasal Mosfellsbæjar. Þær eru Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir, Andrea Aldan Hauksdóttir, Ásgerður Arnardóttir, Brynhildur Þórðardóttir, Dýrfinna Benita Basalan-Garðarsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Íris María Leifsdóttir, Kristín Morthens, Mellí-Melkorka Þorkelsdóttir, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Sif Stefánsdóttir, Saga Sig, Sara Björk Hauksdóttir, Sunneva Ása Weisshappel og Vera Hilmars.

Sýningin er haldin í listasal Mosfellsbæjar, inn af Bókasafni bæjarins í Þverholti 2. Hún stendur til 12. nóvember og er opin frá kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Aðgangur er ókeypis.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.