Grátur - en líka heilmikill hlátur

Bítlarnir fjórir á Kennedy-flugvelli í New York í febrúar 1964, …
Bítlarnir fjórir á Kennedy-flugvelli í New York í febrúar 1964, John Lennon, George Harrison, Paul McCartney og Ringo Starr. AFP

París. AFP. | Bítlarnir snúa aftur í haust með nýja bók, endurunna lokaplötu og heimildarmynd, sem varpar ljósi á síðustu daga hljómsveitarinnar og er beðið með mikilli eftirvæntingu.

„Let It Be“ kom út árið 1970 og hefur lengi verið talin platan, sem markaði slit þessarar sögufrægu hljómsveitar. Það er að hluta til vegna þess að hún var síðasta platan, sem hljómsveitin gaf út, en einnig út af því að í kjölfarið kom út heimildamynd um gerð hennar þar sem sjá mátti að mikil spenna ríkti á milli hinna fjögurra fræknu.

Málið er hins vegar ekki svo einfalt. „Let It Be“ var í raun tekin upp á undan „Abbey Road“, sem kom út 1969, en henni var stungið upp í hillu í eitt ár vegna þess að hljómsveitin var ekki ánægð með útkomuna.

Reyndar var Paul McCartney aldrei ánægður vegna þess að upptökustjórinn Phil Spector skildi hann út undan þegar verið var að hljóðblanda plötuna.

Nú hefur platan verið hljóðblönduð á ný. Þar var að verki Giles Martin, sonur George Martin, sem venjulega var upptökustjóri Bítlanna. Markmiðið var að komast nær óskum Bítlanna.
Giles Martin viðurkenndi hins vegar í viðtali við NME í vikunni að Paul hefði einkum verið ósáttur vegna þess að venjulega hefði hann haft mikið að segja um útsetningarnar, en svo hefði ekki verið hjá Spector.

„Hæðir og lægðir“

Framlag nýju heimildarmyndarinnar til sögu Bítlanna gæti þó verið mikilvægara. Hún heitir „The Beatles: Get Back“, er í leikstjórn Peters Jacksons, sem leikstýrði Hringadróttinssögu, og kemur út í næsta mánuði.

Jackson fór í gegnum marga klukkutíma af efni, sem ekki var notað í upprunalegu myndina um gerð „Let It Be“, og þar er öllu bjartara yfir Bítlunum í hljóðverinu.
Ringo Starr kann að meta nýju heimildarmyndina.

„Það voru hæðir og lægðir, en þrátt fyrir allt – eins og sést í útgáfu Peters Jacksons – skemmtum við okkur, sem aldrei sást [í upprunalegu heimildamyndinni], gleði, fíflagangur og hróp og köll, svona eins og fjórir strákar láta,“ sagði Starr í viðtali við Ultimate Classic Rock.

Nánar má lesa um endurkomu Bítlanna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.