Missti allt vegna fíknar í verkjalyf

Stacy Dash sló í gegn í kvikmyndinni Clueless.
Stacy Dash sló í gegn í kvikmyndinni Clueless.

Clueless leikkonan Stacey Dash segist hafa misst allt eftir að hún varð háð verkjalyfjum. Dash, sem er hvað þekktust fyrir að hafa túlkað Dionne Davenport í kvikmyndinni Clueless frá árinu 1995, opnaði sig í viðtali í The Dr. Oz Show á dögunum. 

Dash sagði að um tíma hafi hún verið svo háð Vicodin verkjatöflum að hún hafi verið farin að taka 18-20 töflur á dag. Þegar stjórnandi þáttarins benti á að það hlyti að hafa verið dýrt sagði hún: „Já, ég missti allt.“

Dash hefur í dag verið allsgáð í fimm ár, en foreldrar hennar glímdu einnig við fíknisjúkdóm. „Það besta sem heimurinn hefur gefið mér er ekki bara að ég hef getað verið heiðarleg við sjálfa við og orðið að betri manneskju. Heldur hef ég getað skilið foreldra mína og að þau hafi elskað mig, og að þau voru að gera sitt besta, en þau voru bara veik. Þau voru með fíknisjúkdóm,“ sagði hin 54 ára gamla Dash. 

Vicodin er vinsælt verkjalyf í Bandaríkjunum en það fæst aðeins gegn lyfseðli.

Dash sagði að það væri stundum erfitt með að halda sér edrú og trúa á Guð, en hún segir trúna hafa hjálpað sér mikið í edrúmennskunni. „Þarf ég að berjast fyrir því? Stundum, já. Koma augnablik þar sem ég vakna og hugsa að þetta sé slæmur dagur og mig langi að gera eitthvað slæmt? Ég veit að ef ég fer á hnén og bið Jesús að hjálpa mér, hann hefur gert það í fimm ár,“ sagði Dash og bætti við að hún hafi eytt heilu dögunum í að biðja til Guðs. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.