Vildi hætta vegna hjólastólsins

Drake hóf feril sinn sem leikari í kanadískum þáttaröðunum Degrassi: …
Drake hóf feril sinn sem leikari í kanadískum þáttaröðunum Degrassi: The Next Generation. AFP

James Hurst handritshöfundur unglingaþáttaraðanna Degrassi: The Next Generation hefur nú uppljóstrað því að tónlistarmaðurinn Drake, réttu nafni Aubrey Gramham, sem fór með hlutverk í þáttunum á sínum tíma, hafi sigað lögfræðingi á teymið vegna persónunnar sem hann lék.

Þættirnir voru ansi vinsælir á árunum 2001-2015, þá sérstaklega á meðal ungmenna. Segir handritshöfundurinn frá þessu í viðtali við netmiðilinn AV Club nú á dögunum þegar rætt var við aðstandendur þáttaraðanna frá þessum tíma vegna þess að 20 ár eru liðin frá fyrsta þætti. 

Drake fór með aðalhlutverk í þáttunum og kom að gerð þáttanna líka. Hann lék persónuna Jimmy Brooks sem var körfuboltastjarna á menntaskóla aldri. Jimmy Brooks lenti í slysi í þáttunum sem olli því að hann þurfti að nota hjólastól.

Drake er sagður hafa orðið virkilega þreyttur á því að hafa þurft að vera meira og minna í hjólastól á meðan á tökum þáttanna stóð, þáttaröð eftir þáttaröð. En það sem hafi farið mest fyrir brjóstið á honum var að vinir hans innan rappsenunnar gerðu grín að hlutverki hans í þáttunum og var það kveikjan að lögsókninni.

Fyrirmynd annarra barna í svipaðari stöðu 

„Við fengum bréf frá lögfræðiskrifstofu sem staðsett var í Toronto og í bréfinu stóð að Aubrey Graham [Drake] myndi ekki snúa aftur í þættina ef að persónan Jimmy Brooks myndi ekki fara að ná bata og geta gengið aftur,“ segir handritshöfundurinn. „Ég kallaði Graham inn á skrifstofu til mín og spurði hann út í bréfið. Í fyrstu sagðist hann ekkert kannast við bréfið en eftir að við töluðum saman sagði hann mér að allir vinir hans í rappinu sögðu hlutverk hans í þáttunum svo mjúkt vegna hjólastólsins,“ útskýrir Hurst.

Hurst sannfærði hann um að það hlutverk sem hann væri að leika væri mjög mikilvægt. Börn sem raunverulega þyrftu að nota hjólastól víðs vegar um heim þyrftu að eiga einhverja fyrirmynd. Og fyrirmynd þeirra væri hann. „Ég þarf þig til að vera táknmynd þeirra. Þú ert sá allra flottasti í þessum þáttum. Þú ert að sýna það og sanna að börn í hjólastól geti líka verið töff.“

Varð þessi ræða Hurst til þess að tónlistarmaðurinn Drake hætti við að hætta í þáttunum og tók hlutverki sínu alvarlega og af meiri ástríðu en áður. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.