Ekki sestur í helgan stein

Michael Caine er ekki sestur í helgan stein.
Michael Caine er ekki sestur í helgan stein. AFP

Þrátt fyrir að vera 88 ára gamall og hafa leikið í 150 kvikmyndum er leikarinn Michael Caine ekki sestur í helgan stein. Caine lét þau orð falla í síðustu viku í viðtali við BBC að kvikmyndin Best Sellers gæti orðið hans síðasta kvikmynd, en hefur síðan sagt að hann sé þó ekki sestur í helgan stein. 

„Ég held hún gæti orðið það, já. Ég hef ekki fengið nein tilboð, augljóslega, í tvö ár núna því það er enginn búinn að vera að gera kvikmyndir sem mig langar til að leika í, en líka, ég er 88 ára. Það er ekki beint offramboð af handritum með 88 ára gamlan karl í aðahlutverki, þú skilur mig?“ sagði Caine.

Þótt engin handrit hafi ratað heim til hans í heimsfaraldrinum sat Caine ekki auðum höndum. Hann skrifaði tvær bækur. „Þannig að núna er ég ekki leikari, ég er rithöfunur. Sem er yndislegt, því sem leikari þarftu að vakna fyrir sex á morgnana og fara í stúdíóið. Sem rithöfundur geturðu byrjað að skrifa án þess að fara fram úr.“

Caine skrifaði á Twitter á laugardag að hann væri ekki sestur í helgan stein, og að margir vissu það einfaldlega ekki. Auk tístsins spjallaði hann við Variety. „Hvað varðar eftirlaunaárin; ég er búin að vakna klukkan sex á morgnana til að gera kvikmyndir í yfir 50 ár, ég er ekki að fara að henda vekjaraklukkunni minni,“ sagði Caine. 

Caine sagði enn fremur í viðtali við Variety í ágúst að hann hefði aldrei farið á eftirlaun, sem betur fer. Ef hann hefði farið á eftirlaun 65 ára hefði hann aldrei unnið Óskarsverðlaun, aldrei leikið í Batman-kvikmyndunum og aldrei unnið með Jack Nicholson. 

Í viðtali við The Guardian sem birt var í dag ræddi Caine um heilsu sína. Hann gengur við staf, segist vera með erfiða hryggjarsúlu og að einu skiptin sem hann fari að heiman sé þegar eiginkonan fer með hann á rúntinn.

Þá sagðist hann hafa fengið handrit nýlega þar sem persóna hans átti að hlaupa frá glæpamönnum. „Ég get ekki gengið, hvað þá hlaupið. Og ég er meira og minna búinn með kvikmyndir núna,“ sagði Caine. 

Hinn 88 ára gamli Michael Caine gengur með staf.
Hinn 88 ára gamli Michael Caine gengur með staf. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.