Vill skilnað eftir eins árs hjónaband

Leila George og Sean Penn eru að skilja.
Leila George og Sean Penn eru að skilja. Samsett mynd

Leikkonan Leila George hefur sótt um skilnað frá leikaranum Sean Penn. Hjónin hafa aðeins verið gift í rúmlega eitt ár. George sótti um skilnaðinn á föstudaginn að því fram kemur á vef People. Penn er 61 árs en George er 32 árum yngri eða 29 ára gömul. 

Penn og George gengu í hjónaband í júlí í fyrra í miðjum kórónuveirufaraldri. Brúðkaupið fór fram á heim­ili hjón­anna. Með þeim voru börn Penn og bróðir, Geor­ge, en sýslumaður pússaði þau sam­an í gegn­um Zoom. 

Þetta er ekki fyrsti skilnaður Penn. Hann var kvænt­ur söng­kon­unni Madonnu á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Hann kvænt­ist svo barn­s­móður sinni, leik­kon­unni Robin Wright, árið 1996 en þau skildu árið 2010. Leila Goer­ge hef­ur ekki verið gift áður. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Haltu þig við það sem þú gerir best, það hefur meiri áhrif en að láta truflast af einhverju sem þú gerir jafn vel og aðrir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Haltu þig við það sem þú gerir best, það hefur meiri áhrif en að láta truflast af einhverju sem þú gerir jafn vel og aðrir.