Hafa áhyggjur af Disick

Scott Disick.
Scott Disick.

Aðdáendur Kardashian-Jenner-fjölskyldunnar hafa um þessar mundir miklar áhyggjur af Scott Disick, barnsföður og fyrrverandi kærasta einnar systurinnar, Kourtney Kardashian. Tónlistarmaðurinn Travis Barker bað Kardashian að giftast sér, við mikla viðhöfn á ströndinni á sunnudag. 

Margir aðdáendur skrifuðu á samfélagsmiðla hvort það væri einhver búinn að taka stöðuna á Disick eftir tíðindin. Disick og Kardashian eiga saman þrjú börn en nokkur ár eru síðan þau voru í sambandi. Þau hafa þó alltaf verið góðir vinir og haldið jólin saman eftir að þau hættu saman. 

Disick er tiltölulega nýkominn úr sambandi með fyrirsætunni Ameliu Gray Hamlin. 

Samkvæmt heimildum Page Six hafa vinir Disicks einnig áhyggjur af honum. „Hann er að verða klikkaður. Hann er að fara út í djúpu laugina. Þetta er virkilega slæmt. Það er að koma mikið myrkur,“ sagði heimildamaðurinn við Page Six.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.