Skilur að fólk hafi áhuga á þyngdartapinu

Rebel Wilson skilur að fólk hafi áhuga á því að …
Rebel Wilson skilur að fólk hafi áhuga á því að hún hafi lést. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson skilur vel að fólk hafi mikinn áhuga á því hvað hún hefur lést mikið. Wilson léttist mikið á síðasta ári, en hún ákvað að taka heilt ár í að einbeita sér að heilsunni. 

Þyngdartapið hefur vakið mikla athygli líkt og Wilson lýsir í viðtali við Daily Telegraph á dögunum. Hún hefur þó sagt að markmiðið með heilsuárinu hafi ekki verið að líta ákveðið út eða losna við ákveðið mörg kíló heldur að bæta heilsuna. 

Hún vildi einnig takast á við matarfíkn. 

„Fólk er svo heltekið af því, en ég skil það. Oprah er ein af hetjunum í lífi mínu. Hún hefur glímt við matarfíkn og ég horfði alltaf á þættina hennar þegar hún talaði um það,“ sagði Wilson. 

Ein af ástæðunum fyrir því að Wilson ákvað að bæta heilsu sína var til að hún gæti eignast barn einn daginn. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Haltu þig við það sem þú gerir best, það hefur meiri áhrif en að láta truflast af einhverju sem þú gerir jafn vel og aðrir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Haltu þig við það sem þú gerir best, það hefur meiri áhrif en að láta truflast af einhverju sem þú gerir jafn vel og aðrir.