Tóku fyrsta smókinn með Bob Dylan

Paul McCartney berst við veikindi þessa dagana
Paul McCartney berst við veikindi þessa dagana Getty Images

Tónlistarmaðurinn og fyrrverandi Bítilinn Paul McCartney sagði skemmtilega sögu í tilvonandi bók sinni, The Lyrics: 1956 til dagsins í dag, af því þegar tónlistarmaðurinn Bob Dylan færði honum og hinum Bítlunum kannabis sem hafi „komið loftinu á hreyfingu“ 

Times of London birti kafla úr bókinni á sunnudaginn en bókin kemur út hinn 2. nóvember næstkomandi. 

McCartney og Bítlarnir, John Lennon, Ringo Starr og George Harrison voru staddir í New York í Bandaríkjunum og dvöldu í stórri svítu. Árið er 1964 og Bob Dylan kíkir í heimsókn, skömmu eftir að hann hafði gefið út plötuna Another Side of Bob Dylan. 

„Við vorum bara að drekka, eins og venjulega, með smá partí. Við pöntuðum drykki hjá herbergisþjónustunni. Vískí, Coke, og frönsk vín voru okkar drykkir þá og Bob hafði horfið inn í eitthvað bakherbergi,“ skrifar McCartney. 

Bítlarnir voru staddir í New York árið 1964 þegar Bob …
Bítlarnir voru staddir í New York árið 1964 þegar Bob Dylan kynnti þá fyrir maríjúana.

Hann segir frá því að Starr hafi yfirgefið herbergið og komið aftur smá skrítinn. „Hann sagði „Ég var með Bob, hann er með gras“ eða hvað sem það var kallað þá. Og við spurðum hvernig það hafi verið og hann svaraði „Nú, loftið er á smá hreyfingu, smá eins og það sé að falla niður“. Og það var nóg. Eftir að Ringo sagði það, fórum við hinir í bakherbergið til Dylans og hann haf okkur smók,“ skrifaði McCartney. 

Hann segir þá alla hafa reykt slatta eftir fyrsta smókinn því þeir fundu engin áhrif. „Allt í einu virkaði það. Og við vorum flissandi, hlóum að hvor öðrum. Ég man að George var að reyna að fara, og ég var að reyna að hlaupa á eftir honum. Það var bráðfyndið, eins og í teiknimynd. Við hugsuðum með okkur að þetta væri ansi magnað efni. Svo það varð hluti af lífi okkar eftir það,“ skrifaði McCartney. 

McCartney hefur talað opinberlega í gegnum árin að hann reyki gras. Hann lagði þó rettuna á hilluna fyrir nokkrum árum síðan, en hann sagði í viðtali árið 2015 að hann hafi ákveðið að hætta að reykja gras eftir að hann varð afi. 

Bob Dylan.
Bob Dylan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant