Skyndikynnin áttu sér stað í lyftu

Fyrirsætan Cara Delevingne.
Fyrirsætan Cara Delevingne. AFP

Fyrirsætan Cara Delevingne talaði opinskátt um kynlíf sitt í youtubeþættinum The Joy of Sex. Sagði hún meðal annars frá því þegar hún stundaði kynlíf í lyftu með manneskju sem hún þekkti lítið. 

„Ég átti einnar nætur gaman þegar ég var yngri,“ sagði Delevingne sem sagðist enn muna hversu skyndilega allt gerðist. „Ég var búin að spila tónlist í þrjá klukkutíma með þeim sem ég var með. Ég var á trommunum, hann á gítarnum, og svo skiptum við.

Svo þegar hann ætlaði að keyra mig heim stunduðum við kynlíf í lyftunni. Ég meina, það var mjög kynþokkafullt. Það var ótrúlegt.“

Stjarnan opnaði sig líka um sjálfsfróun og sagði slæmt að litið væri á sjálfsfróun sem skömm. Hún segist vera hætt að horfa á klám og segir klám ekki hollt enda oft búið til út frá sjónarhorni karlmanna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er alveg óhætt að njóta þess að þér hefur tekist að ljúka við vandasamt verkefni á tilsettum tíma. Leyfðu þér að slaka aðeins á, þú átt það skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er alveg óhætt að njóta þess að þér hefur tekist að ljúka við vandasamt verkefni á tilsettum tíma. Leyfðu þér að slaka aðeins á, þú átt það skilið.