Jackson berbrjósta á fullu tungli

Paris Jackson og vinkonur á fullu tungli.
Paris Jackson og vinkonur á fullu tungli. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Paris Jackson, dóttir tónlistarmannsins Michael Jackson, fagnaði fullu tungli með vinkonuhóp sínum á miðvikudagsnóttina. 

Vinkonuhópurinn hyllti tunglið ber að ofan umkringdur kertum og stílabókum. Jackson birti myndir af hópnum á Instagram. „Þakka þér móðir tungl,“ Jackson við myndirnar. 

Tunglathafnir, sem stundaðar eru þegar þegar tunglið er fullt, hafa orðið æ vinsælli undanfarin ár og þykja vera góð leið til að kalla til sín góða anda og velgengni í lífinu og að sama skapi losa sig við allt það slæma. Þá þykja slíkar athafnir einnig vera góð stund til að gera upp gömul sár á sálinni. 

Í slíkum athöfnum þarf ekki að vera nakinn, en sagt er að nekt geti þó hjálpað. Jackson og vinkonur virðiast hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og voru því bara á brókinni.

View this post on Instagram

A post shared by 𝚙𝚔 (@parisjackson)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.