Hversu græn er konungsfjölskyldan?

Drottningunni er annt um umhverfismál.
Drottningunni er annt um umhverfismál. AFP

Vilhjálmur prins hefur látið mikið í sér heyra undanfarið um umhverfismál. Sú ástríða á rætur að rekja til föður hans Karls Bretaprins sem hefur áratugum saman talað fyrir umhverfisvernd. En hversu græn er konungsfjölskyldan í raun og veru? Breski fjölmiðillinn The Times tók saman ítarlega greiningu á helstu meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar.

Drottningin skarar fram úr

Drottningin þykir ein sú „grænasta“ innan konungsfjölskyldunnar. Stutt er síðan hún lét í ljós skoðun sína á afskiptaleysi ráðamanna í loftlagsmálum. „Það er mjög pirrandi þegar þau tala en gera ekkert.“ Þá er drottningin mjög meðvituð um eigin hegðun í umhverfismálum. Hún er sögð ganga um hús slökkvandi á ljósum og endurnýtir gjafapappír. Þá kýs hún alltaf einfalda „sjónvarpsmáltíð“ á bakka fremur en hlaðborð enda illa við hvers konar matarsóun.

Drottningin er passasöm upp á fötin sín og endurnýtir þau.  Hver klæðnaður er skráður vandlega þar sem kemur fram hvenær hún klæddist honum og þá sé auðvelt að fylgjast með því hvenær hægt sé að nota hann aftur. En það eitt að nota fötin sín mikið og láta þau endast sem lengst minnkar „fótsporið“ um 30-40%. Þá hefur hún sniðgengið loðfeldi frá 2019 (ef frá eru taldar formlegar athafnir). 

Það er erfitt að spara rafmagnið þegar maður býr í höll með 775 herbergjum en drottningin hefur látið setja upp mæla víðs vegar um höllina sem fylgjast með rafmagnsnotkuninni og eru taldir skera niður orkunotkun um 25%.

Drottningin er mjög nýtin og sparsöm og þykir almennt mjög …
Drottningin er mjög nýtin og sparsöm og þykir almennt mjög umhverfisvæn. AFP

Harry prins

Harry skorar ekki hátt á lista The Times þegar kemur að því að vera umhverfisvænn. Ferð hans og Meghan til Suður-Afríku er sögð hafa verið álíka orkufrek og fótspor eins einstaklings yfir heilt ár og á tveimur árum fóru þau 21 sinni í einkaþotur. Þrátt fyrir það tala þau mikið um mikilvægi þess að vera umhverfisvæn, reyna að hafa áhrif með fjárfestingum og ætla af umhverfissjónarmiðum einungis að eignast tvö börn. Þá er bílafloti þeirra sagður umhverfisvænn.

Harry og Meghan lögðu sitt af mörkum með að eignast …
Harry og Meghan lögðu sitt af mörkum með að eignast bara tvö börn og fjárfesta í grænum iðnaði. Lífsstíllinn er samt ekki endilega umhverfisvænn þar sem einkaþotur verða oftar en ekki fyrir valinu hjá þeim. AFP

Anna prinsessa

Athygli vekur að Anna prinsessa skorar heldur ekki hátt á lista yfir umhverfisvænsta kónafólkið. Hún er almennt vel liðin og dugleg og styður átta góðgerðamál sem huga að umhverfismálum. Annríkið setur þó strik í reikninginn en hún þarf að komast á milli staða með skjótum hætti til þess að geta sinnt öllum þessum skyldustörfum sínum og oft velur hún þyrlu sem ferðamáta. Annars er hún dugleg að rækta land, á móti matarsóun og klæðist oft sömu fötunum. 

Anna prinsessa fer aðeins of oft í þyrluferðir en er …
Anna prinsessa fer aðeins of oft í þyrluferðir en er annars sparsöm og nýtin. AFP

Karl Bretaprins

Karl Bretaprins er aftur á móti afar ötull baráttumaður umhverfisverndar. Hann er sagður hafa faðmað tré og talað við plöntur löngu áður en það þótti móðins. Þá er hann veikur fyrir sérkennilegum nýjungum á sviði umhverfisverndar en Ashton Martin bíllinn hans er víst knúinn áfram af bioethanól sem gert er úr ostum og hvítvíni. Þá gróf hann eitt sinn ullarpeysu og peysu úr gerviefnum niður í jörð við Clarence húsið. Sex mánuðum síðar gróf hann upp peysurnar og sýndi fram á hvernig ullin væri meira í takt við náttúruna þar sem hún brotnaði niður. 

Karl var byrjaður að faðma tré löngu áður en það …
Karl var byrjaður að faðma tré löngu áður en það komst í tísku. AFP

Vilhjálmur prins

Vilhjálmur fær aðeins miðlungseinkunn hjá matsmönnum The Times en ljóst er að hann er á mikilli siglingu þessa dagana. Í heimildarmynd árið 2018 hrósaði Vilhjálmur föður sínum fyrir að hafa gefið sér og bróður sínum uppeldi sem einkenndist af því að bera virðingu fyrir umhverfinu. „Í sumarfríinu okkar fórum við reglulega út og tíndum upp rusl. Ég var viss um að það væri fullkomlega eðlilegt og að allar fjölskyldur gerðu slíkt í fríunum sínum,“ sagði Vilhjálmur sem gerir slíkt hið sama með eigin börnum.

Vilhjálmur prins og Katrín hertogynja spjalla við David Attenborough.
Vilhjálmur prins og Katrín hertogynja spjalla við David Attenborough. AFP

Katrín hertogynja

Þrátt fyrir að Katrín sé ekki yfirlýstur grænkeri þá er hún mjög höll undir hvers kyns grænkeramáltíðir og sér til þess að slíkur valkostur sé alltaf á borðum hjá fjölskyldunni. Þá klæðist hún iðulega fatamerkjum sem þykja umhverfisvæn og endurnýtir fötin sín reglulega. Ólíkt Harry og Meghan þá hafa Vilhjálmur og Katrín ákveðið að splæsa í þrjú börn. 

Katrín elskar grænmetisrétti og endurnýtir mikið gömul föt og styður …
Katrín elskar grænmetisrétti og endurnýtir mikið gömul föt og styður við fatamerki sem eru umhverfisvæn. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.