Minnst sem ótrúlegs listamanns

Halyna Hutchins lést af sárum sínum.
Halyna Hutchins lést af sárum sínum. AFP

Halyna Hutchins, kvikmyndatökustjóra sem lést þegar leikarinn Alec Baldwin skaut úr byssu á tökustað, hefur verið minnst sem „ótrúlegs listamanns“.

Bandaríska fagtímaritið American Cinematographer hafði útnefnt hana sem eina af rísandi stjörnum sínum árið 2019 og var hún talin eiga glæstan feril fyrir höndum í bransanum.

Adam Egypt Mortimer, leikstjóri kvikmyndarinnar Archenemy sem Hutchins vann að, sagði í samtali við fréttastofu BBC að honum fyndist ótrúlegt að hugsa til þess að hún hafi látist á tökustað.

Óskiljanlegt

„Halyna var ótrúlegur listamaður sem var að byrja feril sem að ég held að fólk hafi verið farið að taka mikið eftir. Sú staðreynd að hún hafi látist á setti í slysi sem þessu er óskiljanlegt, það virðist bara vera óhugsandi.“

Hutchins hafði nýlega deilt á Instagram-reikningi sínum myndbandi af henni á tökustað kvikmyndarinnar, þar sem hún er á hestbaki.

„Einn af kostum þess að taka upp mynd í vestrinu er að þú færð að fara á hestbak á frídeginum þínum,“ skrifar hún við myndbandið.

Sé erfitt fyrir konur í bransanum að vera einnig mæður

Leikstjórinn Catherine Goldschmidt lýsti Hutchins sem „yndislegri, hlýlegri, fyndinni og heillandi“ ásamt því að hrósa henni fyrir að hafa verið „svo hæfileikarík“.

„Það sem er svo sorglegt er að hún hefur þegar gert svo fallegar myndir, en þegar maður hugsar um allt sem var fram undan hjá henni, þá er það svo sorglegt,“ sagði hún við BBC.

„Hún var líka móðir, sem ég held að sé mjög erfitt,“ bætti Goldschmidt við.

„Þegar ég hitti hana fyrst man ég að ég var mjög hrifin, hneyksluð jafnvel, á því að þessi skapandi, áhugasami og hæfileikaríki kvikmyndatökumaður væri einnig að ala upp barn.

Ég held að það sé mjög erfitt fyrir konur í þessum bransa, svo ég var mjög hrifin af því að hún gæti gert það.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.