Osbourne-hjónin berskjalda sig í nýrri ævisögumynd

Osbourne-fjölskyldan á góðri stundu; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly.
Osbourne-fjölskyldan á góðri stundu; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly. AFP

Aðdáendur Osbourne-hjónanna mega brátt eiga von á að fá að sjá ástarsögu þeirra á hvíta tjaldinu. Miðað við sögusagnir sem gengið hafa um þau hjónin í gegnum tíðina hefur ansi margt gengið á innan veggja heimilisins. Þá sérstaklega þegar hljómsveit Ozzys Osbournes, þungarokksveitin Black Sabbath, var upp á sitt besta. 

Samkvæmt frétt frá New York Post hafa framleiðendur Sony Pictures nú þegar upplýst að þeir ætli að gefa ævisögu þeirra út og sýna á breiðtjaldi en óskarsverðlaunahafinn Lee Hall mun skrifa handritið. 

„Samband okkar var oft svo villt, geðveikt og hættulegt,“ er haft eftir Sharon Osbourne, eiginkonu Ozzys, í fréttatilkynningu sem Sony gaf út vegna áforma um gerð myndarinnar. „En það var þessi ódrepandi ást okkar sem hélt okkur saman allan þennan tíma,“ sagði hún jafnframt.

The Osbournes-þættirnir vinsælir á sínum tíma

Osbourne-fjölskyldan er þekktust fyrir að hafa opnað líf sitt upp á gátt og tekið þátt í raunveruleikasjónvarpsþáttum sem gefnir voru út á sjónvarpsstöðinni MTV á árunum 2002-2005. Börn þeirra Jack og Kelly gáfu heimsbyggðinni innsýn í heimilislíf sitt ásamt foreldrunum en systir þeirra, Aimee, neitaði að vera með og hafði ekki áhuga á að berskjalda sig jafn mikið og hinir meðlimir fjölskyldunnar. Þættirnir vöktu mikla athygli á sínum tíma og var áhorfið gríðarmikið um allan heim. 

Það er þó margt sem hafði gerst fyrir tíma raunveruleikaþáttanna sem rakið verður og krufið í ævisögumynd. Þá var líka margt sem tekið var upp á árum The Osbournes-þáttanna en ákveðið að sýna ekki en verður sýnt og sagt frá í nýrri ævisögumynd sem mun fjalla um eitraða ást og heimilislíf Osbourne-hjónanna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.