Snoop Dogg syrgir móður sína

Snoop Dogg ásamt móður sinni, Beverly Tate, sem lést síðastliðna …
Snoop Dogg ásamt móður sinni, Beverly Tate, sem lést síðastliðna helgi. Skjáskot/Instagram

Rapparinn Snoop Dogg kvaddi móður sína, Beverly Tate, í hinsta sinn um liðna helgi. Greindi rapparinn frá andlátinu á Instagram með því að deila myndum og fallegum kveðjuorðum tileinkuðum henni.

„Þakka þér Guð fyrir að hafa gefið mér engil fyrir móður,“ skrifaði hann við fallega og bjarta mynd af móður sinni sem tekin hafði verið á góðri stundu. Lýsti hún upp heiminn á þessari mynd en hún var klædd í litríkan sparifatnað með fangið fullt af blómum. „Þangað til við hittumst næst,“ ritaði rapparinn jafnframt við færsluna. 

Dánarorsök Tate hefur ekki verið gefin upp en miðað við færslur Snoop Doggs síðasta árið hafði hún átt við einhverja heilsubresti að etja. Fyrr í sumar greindi hann til að mynda frá því að hún hefði verið á sjúkrahúsi en ekki fylgdi sögunni hvað hefði amað að henni. 

Augljóst þykir að Snoop Dogg eigi um sárt að binda vegna móðurmissisins en í gærkvöldi deildi hann tilfinningaþrungnu myndskeiði af sér þar sem hann sat einn í myrkrinu að hlusta á hjartnæma tónlist. Færsluna hafði hann myndskreytt með lyndistákni sem vísaði til líðanar hans; brotnu hjarta.

View this post on Instagram

A post shared by snoopdogg (@snoopdogg)

View this post on Instagram

A post shared by snoopdogg (@snoopdogg)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt aldrei eftir að sjá eftir þeim tíma sem þú verð til menntunar. Það verður rólegt hjá þér næstu daga.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt aldrei eftir að sjá eftir þeim tíma sem þú verð til menntunar. Það verður rólegt hjá þér næstu daga.