Vinir minnast James Tylers

James Michael Tyler lést 59 ára að aldri.
James Michael Tyler lést 59 ára að aldri. Skjáskot/Instagram

Leikararnir sem fóru með aðalhlutverk í þáttunum Friends hafa heiðrað minningu leikarans James Michaels Tylers sem fór með hlutverk Gunthers í þáttunum. Hann lést um helgina, 59 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. 

Jennifer Aniston skrifaði í færslu sinni að þættirnir hefðu ekki verið eins án Tylers á kaffihúsinu Central Perk. „Takk fyrir allan hláturinn sem þú færðir okkur öllum. Þín verður sárt saknað,“ skrifaði hún. 

Í þáttunum lék Tyler kaffibarþjón á kaffihúsinu og var persóna hans ástfangin af persónu Aniston, Rachel Green. Aniston deildi myndbandi af þeim úr lokaþættinum og mynd af honum. 

Courteney Cox, sem fór með hlutverk Monicu Geller, þakkaði honum einnig fyrir hlutverk sitt í þáttunum og þakkaði fyrir að hafa kynnst honum. 

„Við hlógum mikið saman, félagi. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði vinur minn,“ skrifaði Matt LeBlanc, sem fór með hlutverk Joeys Tribbianis. Lisa Kudrow, sem fór með hlutverk Phoebe, skrifaði að þau myndu öll sakna hans. 

View this post on Instagram

A post shared by Matt LeBlanc (@mleblanc)

View this post on Instagram

A post shared by Lisa Kudrow (@lisakudrow)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur dýran smekk. Það að hrósa öðrum gefur þér mikið. Ekki vinna myrkranna á milli, það mun enginn þakka þér fyrir það.