Billie Eilish komin með kærasta?

Billie Eilish.
Billie Eilish. AFP

Ungstirnið Billie Eilish er sögð eiga í ástarsambandi við leikarann Matthew Tyler Vorce. Mættu þau saman í afmælisveislu til söngkonunnar Doja Cat á dögunum og þykir það renna stoðum undir þrálátar sögusagnir um meint ástarsamband þeirra.

Afmælisbarnið Doja Cat ákvað að hafa búningaþema í afmælinu og mætti stjörnum prýddur gestalistinn hver í sinni múnderingu. Þau Eilish og Vorce höfðu gaman af þemanu og mættu í eins búningum, sem líktust einhvers konar krabbadýrum, í líkingu við humar. Samkvæmt frétt Page Six segja sjónarvottar þau ekki hafa vikið hvort frá öðru þetta kvöld og að þau hafi átt í kossaflensi í miðri veislunni.

Gestalistinn í afmælisveislu Doja Cat innihélt mörg heimsfræg nöfn. Til dæmis voru systurnar Malia og Sasha Obama, dætur Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á meðal gesta, rapparinn Tyga, ofurfyrirsætan Bella Hadid og söngkonan Teyana Tylor, svo einhverjir séu nefndir.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa keppst við það frá því í sumar að greina frá þessu nýja stjörnupari en hvorki Eilish né Vorce hafa viðurkennt að ástarævintýri eigi að sér stað á milli þeirra. Enda bæði þekkt fyrir að gefa ekki upp of mikið af upplýsingum um einkalífið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tækifærin bíða þín í hrönnum ef þú aðeins opnar augun og ert tilbúinn til þess að vinna með öðrum. Fyrir vikið gætir þú haft áhrif aðra, en mundu að þeir verða að átta sig sjálfir.