Með því erfiðara sem ég hef þurft að leggja á minnið

Fann­ar Inga Friðþjófs­son söng lagið Martröð aftur á bak við …
Fann­ar Inga Friðþjófs­son söng lagið Martröð aftur á bak við tökur á myndbandinu. Ljósmynd/Baldur Kristjáns

Myndband við lagið Martröð með Hipsumhaps kemur út í dag. Myndbandið er óvenjulegt en það var tekið upp aftur á bak. Tökurnar reyndur töluvert á Fann­ar Inga Friðþjófs­son forsprakka Hipsumhaps. 

„Martröð er lag eftir mig og Magnús Jóhann sem er að finna á plötunni okkar Lög síns tíma. Textinn er persónulegur og lagið var útsett með það í huga að búa til eitthvað fallegt fyrir jafn flókið og áhugavert fyrirbæri eins og martraðir. Þær eru heillandi, á sama tíma og erfitt er að útskýra þær, og þær setja miklu stærri svip á daglegt líf heldur en okkur grunar,“ segir Fann­ar Ingi Friðþjófs­son um lagið. 

Rétta hugmyndin fyrir lagið

„Við Elli (Erlendur Sveinsson) ákváðum að gera myndband við þetta lag byggt á þeirri hugmynd að skjóta allt aftur á bak og spegla það síðan þannig að það spilist rétt. Okkur hefur lengi langað til að gera þetta og þetta var alltaf besta hugmyndin fyrir lagið. Við vissum að niðurstaðan gæti orðið mjög draumkennd og Hótel Saga var síðan besti tökustaðurinn sem við gátum mögulega fundið. Baldvin Vernharðsson sá um kvikmyndatökuna og sýndi enn og aftur listræna snilli sína í því að draga fram það besta úr fólki. Síðan er það bara þannig að þegar tækifærin gefast til þess að vinna með vinum sínum að þá er alltaf eitthvað feitt að fara gerast.“

Fannar þurfti að læra textann aftur á bak fyrir tökurnar. „Að læra textann er með því erfiðara sem að ég hef nokkurn tímann þurft að leggja á minnið. Ég er almennt ekkert sérstakur með texta. Það var lærdómsríkt ferli og margt sem að ég lærði um íslensku við að lesa og skrifa hana aftur á bak. Ég var ótrúlega súr í hausnum eftir tökudaginn og sofnaði ekki fyrr en klukkan fimm um nóttina.“

Spennandi vikur framundan

Það er nóg að gera hjá Fannari næstu vikurnar. Hann byrjar á því að fagna stórafmæli um helgina. „Ég verð þrítugur á laugardaginn og ætla að fagna því vel. Næst á dagskrá eftir það er að spila á Airwaves. Þann 12. nóvember verðum við síðan með kærkomna tónleika í Eldborgarsal Hörpu þar sem við ætlum að kveðja plötuna okkar Lög síns tíma. Hvet alla til þess að mæta,“ segir Fannar að lokum. 

View this post on Instagram

A post shared by Hipsumhaps (@hipsumhaps)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson