Verður Baldwin látinn bera ábyrgð?

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Atburðarásin sem leiddi til þess að leikarinn Alec Baldwin hleypti af skoti úr byssu sem varð tökumanninum Halynu Hutchins að bana hefur skýrst á síðustu dögum. Hins vegar liggur ekki fyrir hver verður látinn bera ábyrgð dauða hennar. 

Lögregla hefur ekki handtekið neinn, en ákæruvaldið hefur ekki útilokað að ákærur verði gefnar út.

Lögspekingur sem ræddi við fréttastofu AFP segir að ákæruvaldið gæti farið tvær leiðir að því að ákæra Baldwin. Fyrri leiðin er sú að hann hafi hleypt skotinu af, seinni leiðin eru að hann er einn af framleiðendum myndarinnar. 

Flestir lögspekingar eru sammála um það, að þó atburðarásin hafi ekki verið staðfest frá a til ö, að ekki sé auðveldlega hægt að sakfella Baldwin fyrir morð eða manndráp.

Aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna með þeim orðum að hún væri örugg.

„Hann virðist hafa haft góða ástæðu til að trúa því að þetta var ekki hlaðið skotvopn,“ segir Gregory Keating, lagaprófessor við Háskólann í Suður-Kaliforníu. Til þess að hann yrði sakfelldur þyrfti að hafa sönnun um gálausa hegðun. 

Frá minningarathöfn um Halynu Hutchins í Burbank í Kaliforníu á …
Frá minningarathöfn um Halynu Hutchins í Burbank í Kaliforníu á sunnudag. AFP

„Það virðist sem svo að Alec Baldwin beri litla ábyrgð, því lengra sem þú kemst frá manneskjunni sem ber ábyrgð á skotvopnunum, því ólíklegri ertu,“ sagði lögmaðurinn Richard Kaplan.

Baldwin er einn af tólf manneskjum sem titlaðar eru framleiðendur kvikmyndarinnar Rust. Þó framleiðendurnir séu margir þýðir ekki að þeir séu valdamiklir þegar kemur að framleiðslu á kvikmyndinni, eða hvernig málum er háttað á tökustað.

Það er ekki enn búið að gera grein fyrir því hversu mörg af þessum tólf framleiðendum komu beint að tökum á myndinni, höfðu afskipti af því hverjir voru ráðnir og hvernig öryggismálum var háttað. 

„Ég persónulega held að Baldwin sé örugglega of langt frá þessu. Þegar þú ert stórstjarna, þá færð þú yfirleitt kredit sem framleiðandi líka, það þýðir ekki að þú hafir borið ábyrgð á framleiðslunni. Þetta er bara haft svona af fjárhagslegum ástæðum. Það virðist sem hann sé fjárfestir frekar en beinn framleiðandi,“ sagði Kaplan. 

Fjölskylda Hutcins muni höfða mál

Lagaráðgjafinn Bryan Sullivan telur líklegt að fjölskylda hinnar látnu muni höfða einkamál, óháð sakamálinu. Þá telur hann einnig líklegt að leikstjórinn Joel Souza, sem særðist á öxl þegar skotinu var hleypt af, muni höfða mál. 

Þá telur hann líklegt að þau muni höfða mál gegn framleiðslufyrirtækinu sem framleiðir myndina, Baldwin og hina framleiðendurna og í raun alla sem komu nálægt byssunni. 

„Ég geri ráð fyrir að þau muni höfða mál gegn öllum,“ sagði Sullivan. Honum þykir líklegt að þau muni fyrst snúa sér að Baldwin, enda vel þekkt að hann sé með djúpa vasa og vegna þess að hann er frægur og mál gegn honum mun vekja athygli. 

Sullivan telur einnig að Souza og fjölskylda Hutchins muni skoða að höfða mál gegn aðstoðarleikstjóranum Halls og Hönnuh Gutierrez-Reed sem sá um öryggi skotvopna við tökurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson