Diskóstjarna heimsækir íslenskt tónlistarfólk

Smellakóngurinn KC úr KC and The Sunshine Band.
Smellakóngurinn KC úr KC and The Sunshine Band. Ljósmynd/Wikipedia

Á föstudaginn heimsækir tónlistarmaðurinn og diskóstjarnan KC úr KC and The Sunshine Band nemendur og kennara tónlistarskóla FÍH í svokallaðri Tónstofu eða Forum. KC mætir rafrænt á fundinn en Róbert Þórhallsson skólastjóri segir þetta einstakt tækifæri til að hitta tónlistarmann af þessari stærðargráðu og spyrja hann spurninga.

„Hann hefur selt yfir 100 milljónir platna og hlotið fjöldann allan af viðurkenningum og verðlaunum. Það verður virkilega spennandi að forvitnast um hans feril,“ segir Róbert um tónlistarmanninn. Hljómsveitin hans gerði lögin (Shake, Shake, Shake) Shake Your BootyThat's the Way (I Like It) og Get Down Tonight ódauðleg á diskótímabilinu. 

„Það vill svo skemmtilega til að Dr. Phil Doyle, D.M.A, kennari hjá okkur túraði með KC í tvö  ár og það opnaði á þetta samstarf,“ segir Róbert en í október voru það Moses Hightower og Júníus Meyvant sem heimsóttu nemendur og kennara. Dr. Phil Doyle spilaði með KC í heimsfrægum sjónvarpsþáttum á borð við Today Show og hjá Ellen Degeners og ferðuðust saman um allan heim á þessu tveggja ára tímabili. 

„Tónstofan er hugsuð sem sameiningarafl fyrir nemendur og kennara skólans, vettvangur til að upplifa, spyrja og fræðast saman um líf þeirra sem hafa gert tónlist að sínu lífi og lifibrauði. Öðlast innsýn í hvað það er að vera atvinnutónlistarmaður og forvitnast um hluti eins og hvernig varð lagið til, hvernig verða textarnir til og hvort þeir fái í alvöru blátt M&M baksviðs á tónleikum?

Þetta gefur líka reyndum og upprennandi íslensku listafólki tækifæri á að kynna hugmyndafræði sína varðandi tónlist, upptökur, útsetningar, tónleikahald og markaðssetningu. Þessi fróðleikur getur verið ómetanlegt veganesti fyrir þá sem hyggjast reyna fyrir sér í tónlistarbransanum í náinni framtíð.

Tónlistarskóli FÍH hefur undanfarin ár boðið uppá heimsóknir listamanna og hljómsveita en þetta er í fyrsta sinn í sögu skólans sem þetta hefur verið gert með reglubundnum hætti. Klukkutíma heimsókn listamanns á hálfsmánaðar fresti í hádeginu á föstudögum. Við erum þegar langt komin með að skipuleggja veturinn og fyrir jólafrí fáum við heimsóknir frá Veigari Margeirssyni útsetjara og eiganda PitchHammer Music, sem hefur útsett og samið kvikmyndatónlist í Hollywood í mörg ár og listakonuna GDRN sem hefur risið hátt á stjörnuhimin íslenskrar tónlistar. Við stefnum á að gera þetta að föstum lið í okkar skólastarfi til að veita innblástur, efla samstarf og auka ánægju bæði nemenda og kennara í FÍH.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.