Þingmaður gripinn glóðvolgur

Tómas Tómasson var „böstaður í bílastæði“ í Kringlunni.
Tómas Tómasson var „böstaður í bílastæði“ í Kringlunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni og þingmaður Flokks fólksins, var gripinn glóðvolgur í Kringlunni. Tómas segir frá atvikinu á Twitter, en Tómas hafði lagt bíl sínum, sem vel er skreyttur Flokki fólksins, í tvö stæði. 

„Lítið að ske, var reyndar böstaður í bílastæði i Kringlunni tók tvö pláss sorry en þetta var svo seint að ég held að enginn hafi þurft frá að hverfa,“ skrifar Tómas. Hann bætir við að hann hafi án efa verið sekur og lofaði að gera þetta aldrei aftur. 

Í annarri færslu birti þingmaðurinn svo mynd af bílnum og vitnar þar í orð mannsins sem gómaði hann. „Ég fyrst svo allt hitt sagði maðurinn uss skamm á mig þetta má ég ekkkkki,“ skrifar Tómas. Vísaði þar maðurinn í orðin á bílnum, og slagorð flokksins í kosningabaráttunni: „Fólkið fyrst. Svo allt hitt.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu enga samninga hvorki stóra né smáa án þess að kynna þér vandlega innihald þeirra. Haltu þig fyrir utan rifrildi í vinahópnum.