Annie krækti í silfur í Texas

Annie Mist Þórisdóttir lenti í 2. sæti á Rogue-boðsmótinu 2021.
Annie Mist Þórisdóttir lenti í 2. sæti á Rogue-boðsmótinu 2021. Skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir lenti í öðru sæti á Rogue-boðsmótinu sem haldið var í Texas í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson lenti í fjórða sæti í karlaflokki á mótinu eftir frábæra frammistöðu á lokadegi mótsins. 

Mótið fór fram í Texas og var á vegum íþróttavöruframleiðandans Rogue. Ekki var hægt að vinna sér inn keppnisrétt á mótinu, heldur var 40 bestu íþróttamanneskjum heims boðið. Alls kepptu fjórir Íslendingar á því, Annie, Björgvin og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Í kvennaflokki vann ástralska íþróttakonan Tia-Clair Toomey og í karlaflokki vann hinn bandaríski Justin Medeiros. Þau unnu einnig heimsleikana í crossfit sem fóru fram í lok júlí síðastliðins. Þá fór Annie Mist heim með bronsið.

Að þessu sinni hélt Annie í skottið á Toomey allt fram á lokadag og fyrir lokadaginn var Annie í 1. sæti. Toomy sigraði hins vegar báðar greinarnar sem keppt var í á lokadeginum og hreppti gullið. 

Katrín Tanja endaði í 15. sæti og Þuríður í 17. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson