Bróðir Meghan segir Harry hættan að brosa

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP

Thomas Markle yngri, hálfbróðir Meghan hertogaynju af Sussex, segir að Harry Bretaprins sé hættur að brosa. Markle yngri er duglegur að tala illa um systur sína og heldur því áfram í nýjum áströlskum raunveruleikaþáttum að því fram kemur á vef The Sun

Markle yngri hitti systur sína síðast í jarðarför ömmu þeirra árið 2011. Eftir það flutti hún til Kanada en Markle yngri segir að peningar og frægð hafi breytt Meghan. 

Bróðir Meghan skilur ekki hvernig Meghan endaði á því að giftast prinsi og fullyrti í þættinum að hún hefði verið köld við fyrrverandi eiginmann sinn Trevor Engelson. Markle yngri sagði að Engelson hefði átt framleiðslufyrirtæki og hann hefði séð vel um Meghan. „Hún labbaði yfir hann á skítugum skónum og hætti með honum. Eftir að þau giftu sig sendi hún honum hringinn í pósti. Er það ekki kalt eða hvað?“

Hann er viss um að Harry verði næst fyrir systur sinni. Hann heldur því fram að Harry mágur sinn hafi verið brosandi á öllum myndum sem voru teknar áður en hann gekk í hjónaband með Meghan. Hann segir Harry ekki brosa á myndum í dag. 

Meghan hefur slitið öllu sambandi við föður sinn og hálfsystkini sín. Árið 2018 sagði Markle yngri Harry að kvænast ekki systur sinni og sagði að hjónaband Harry og Meghan yrði stærstu mistök í sögu konunglegra brúðkaupa.

Harry og Megahn gengu í hjónaband árið 2018.
Harry og Megahn gengu í hjónaband árið 2018. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson