Faðir Britney fer fram á frelsi hennar

Jamie Spears.
Jamie Spears. AFP

Jamie Spears, faðir söngkonunnar Britney Spears, hefur farið fram á það við dómara að dóttir hans muni öðlast sjálfræði sitt samstundis aftur. Spears skilaði inn gögnum þess efnis til dóma á mánudaginn.

Spears hafði verið lögráðamaður dóttur sinnar í yfir áratug þar til nú í haust að hann var sviptur forræðinu yfir henni. Lögmaður hans, Alex Weingarten, vísar í skjölunum til nýlegs vitnisburðar söngkonunnar og einnig óskir hennar um að fá stjórn yfir eignum sínum og einkalífi. 

„Jamie sér engin rök fyrir því af hverju dóttir hans ætti enn að vera með forráðamann og hefur engan hag af því að dóttir hans hafi forráðamann áfram,“ skrifar Weingarten. 

Þá tekur hann einnig fram að herra Spears vilji ekki fá neina greiðslu fyrir að stíga til hliðar eða óska eftir frelsi hennar. „Jamie elskar dóttur sína og styður hana. Algjör stöðvun. Eins og hann hefur gert allt hennar líf, þá mun hann halda áfram að vernda hana og hugsa um hana,“ sagði Weingarten í kröfu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant