Átta manns létust á tónleikum hjá Travis Scott

Rapparinn Travis Scott.
Rapparinn Travis Scott. AFP

Að minnsta kosti átta létust og enn fleiri meiddust þegar þeir tróðust undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í borginni Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum á föstudagskvöld, að sögn yfirvalda.

Hörmungarnar hófust um klukkan níu um kvöldið þegar hópur fólks tróð sér sífellt nær sviðinu sem Scott var á. Hann var í miðjum flutningi þegar atvikið átti sér stað.

„Það olli örvinglan og einhverjir meiddust strax, fólk féll í jörðina, missti meðvitund og það leiddi af sér mikla skelfingu,“ sagði slökkviliðsstjórinn í Houston, Samuel Pena, um málið. 

„Að minnsta kosti átta létust og nokkrir slösuðust,“ sagði hann á blaðamannafundi og bætti því við að ekki væri hægt að staðfesta dánarorsök strax.

„Við fluttum 17 manns á sjúkrahús, 11 af þeim voru í einhvers konar hjartastoppi.“

Hætti að rappa nokkrum sinnum vegna ástandsins

Um 50.000 manns voru á tónlistarhátíðinni.

Scott stöðvaði tónlistarflutninginn nokkrum sinnum þegar hann sá vanlíðan tónlistargestanna sem voru næst sviðinu. Lögreglan rannsakar nú málið en tónlistarhátíðinni hefur verið aflýst. Hún átti að halda áfram í dag en úr því verður ekki. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Unni Lindell
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægisdóttir
2
Unni Lindell
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.