Sama myndin af Ingvari E. ekki birst í meira en ár

Sama myndin af Ingvari E. Sigurðssyni hefur ekki birst síðan …
Sama myndin af Ingvari E. Sigurðssyni hefur ekki birst síðan 12. júní 2020. Skjáskot/Facebook

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur eru svo sannarlega orð sem eiga við um síðuna Sama myndin af Ingvari E. Sigurðssyni á hverjum degi. Sama myndin af Ingvari hefur ekki birst síðan um miðjan júní árið 2020, nánar tiltekið hinn 12. þess mánaðar.

Sama myndin af Ingvari E. Sigurðssyni á hverjum degi er síða á Facebook þar sem, líkt og nafnið gefur til kynna, birtist alltaf sama myndin af leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni, á hverjum degi. Síðan hóf göngu sína árið 2015 og birtist myndin þar á hverjum degi í hartnær þrjú ár. 

Síðan átti góðu gengi að fagna, yfir sex þúsund manns hafa lækað hana og tugir, stundum hundruð, smellt þumli eða hjarta á myndirnar í gegnum tíðina. En nú hefur hvorki hósti né stuna heyrst frá síðunni í að verða eitt og hálft ár. 

Myndir hættu fyrst að birtast í desember 2018. Þær tóku aftur að birtast 16. júní árið 2019. Óljóst er hver stendur að baki síðunni en hún inniheldur ekki neinar óþarfa upplýsingar. 

Ljóst er hins vegar að aðdáendur sakna myndarinnar af Ingvari, enda einn ástsælasti leikari þjóðarinnar. Undir síðustu myndina af honum hafa margir spurt hvort myndin snúi aftur en engin svör hafa fengist.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að einbeita þér að því sem fyrir liggur, nú gengur ekki lengur að stinga höfðinu í sandinn. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að einbeita þér að því sem fyrir liggur, nú gengur ekki lengur að stinga höfðinu í sandinn. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.