Harry eigi að rifta Netflix-samningi

Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry.
Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry. AFP

Sérfræðingar um bresku konungsfjölskylduna segja að Harry eigi að rifta samningi sínum við Netflix þar sem þáttaserían The Crown þykir ekki fjalla um Díönu af nógu mikilli virðingu. 

„Hann ætti að rífa samninginn og standa vörð um minningu móður sinnar. Hvort er mikilvægara: peningar eða að verja móður sína?“ segja konunglegir álitsgjafar.

Þessi hvatning kemur í kjölfar frétta um að Jemima Kahn handritshöfundur hafi sagt skilið við The Crown en hún kvaðst ekki sátt við það hvernig ljósi er varpað á Díönu prinsessu.

Kahn var ráðin af Peter Morgan, skapara og handritshöfundi þáttanna, til þess að aðstoða við handrit síðustu þáttaraðarinnar sem fjallar um skilnað Karls og Díönu og atburði fram til dauða hennar 1997.

Sem vinkonu Díönu var Kahn mikið í mun að vel tækist til. „Mér fannst mjög mikilvægt að síðustu árum vinkonu minnar yrði lýst nákvæmlega og af samúð. Það hefur ekki alltaf verið raunin hingað til.

Það var ekki staðið við þennan samning okkar og þegar ég gerði mér ljóst að sagan yrði ekki sögð af nægilegri virðingu eða samúð bað ég um að allt sem ég hafði lagt af mörkum yrði fjarlægt úr þáttunum og mín ekki minnst í kreditlistanum,“ segir Kahn. 

Þess má geta að Kahn átti í stuttu ástarsambandi við Morgan en hann ku vera tekinn aftur saman við leikkonuna Gillian Anderson sem fór með hlutverk Thatcher í þáttunum.

Jemima Khan sagði sig frá þáttunum The Crown því Díönu …
Jemima Khan sagði sig frá þáttunum The Crown því Díönu var ekki sýnd nægilega mikil virðing. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.