Scott og Drake stefnt vegna hörmunganna

Fjölmargir hafa minnst hinna látnu.
Fjölmargir hafa minnst hinna látnu. AFP

Lögmannsstofa í Texasríki í Bandaríkjunum hefur höfðað einkamál á hendur tónlistarmönnunum Travis Scott og Drake fyrir að hvetja til óreiðu og upplausnar á tónleikum á Astroworld-tón­leika­hátíðinni í Houston á föstudag. Átta létust og fjöl­marg­ir særðust eft­ir að hafa troðist und­ir í öngþveiti við svið tón­leik­anna þar sem Scott stóð í miðjum flutningi.

Hin látnu voru á aldr­in­um 14 til 27 ára en ofsa­hræðsla braust út þegar mann­fjöld­inn þrýsti sér fram­ar að sviði tón­leik­anna og þurftu fjölmargir á aðhlynningu að halda vegna áverka.

Lögmannsstofa Thomas J. Henry höfðar málið fyrir hönd hins 23 ára Kristian Paredes en hann slasaðist alvarlega í troðningnum.

Travis Scott.
Travis Scott. AFP

Auk Scott og Drake er tónleikahaldara stefnt fyrir dóm.

Tónleikagestir hafa lýst algjörri upplausn þegar fjöldi fólks braust inn á svæðið sem varð til þess að gestir þrýstust stöðugt nær sviðinu.

Þrátt fyrir að Scott sé stefnt vegna málsins hefur áður komið fram í fréttum að hann hafi gert hlé á flutningi sínum þegar hann sá að einhverjir tónleikagesta voru í vandræðum.

Drake.
Drake. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson