Stressandi að þeyta skífum hjá Harry og Meghan

Harry og Meghan giftu sig árið 2018.
Harry og Meghan giftu sig árið 2018. AFP

Breski leikarinn Idris Elba þeytti skífum í brúðkaupi vina sinna Harrys og Meghan árið 2018. Hann segir að verkefnið sem hann tók að sér í brúðkaupi hertogahjónanna af Sussex hafi reynt verulega á taugarnar. 

„Brúðkaupið, án efa. Þetta var ekki brúðkaup hjá frænku minni,“ sagði Elba þegar hann var spurður út í hvaða verkefni hefði tekið mest á taugarnar á vef Daily Mail. Elba, sem er þekktari fyrir leiklistina, hefur meðal annars þeytt skífum fyrir Madonnu og unnið með Paul McCartney. 

„Meghan sendi mér lagalista svo ég vissi hvað hún vildi,“ sagði hann. Kvöldveislan þar sem Elba þeytti skífum fór fram í Frogmore House sem Elba lýsir sem engum venjulegum veislusal. „Þetta var stórt, mjög stórt,“ sagði hann um brúðkaupið.

„Þau eru góðir vinir og ég vildi að þau skemmtu sér vel svo það var mikið álag.“ Fleiri stórstjörnur voru í kvöldveislunni en stjörnur á borð við leikarann George Clooney og spjallþáttastjórnandann James Corden fengu boð.

Breski leikarinn Idris Elba ásamt unnustu sinni, Sabrina Dhowre, við …
Breski leikarinn Idris Elba ásamt unnustu sinni, Sabrina Dhowre, við Windsor-kastala í dag. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er til mikils ætlast af þér í vinnunni og þú þarft að leggja þig alla/n fram. Dragðu inn andann áður en þú bregst við gagnrýni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er til mikils ætlast af þér í vinnunni og þú þarft að leggja þig alla/n fram. Dragðu inn andann áður en þú bregst við gagnrýni.