Britney gæti endurheimt frelsi sitt

Aðdáendur Britney Spears hafa safnast saman í götunni við dómshúsið …
Aðdáendur Britney Spears hafa safnast saman í götunni við dómshúsið í Los Angeles í Bandaríkjunum. AFP

Lögráðamál tónlistarkonunnar Britney Spears verður tekið fyrir hjá dómara í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Aðdáendur tónlistarkonunnar vonast til þess að Spears muni vera veitt sjálfræði sitt aftur á ný eftir tæp 14 ár undir stjórn föður síns. 

Faðir hennar, Jamie Spears, hefur farið fram á það við dómara að dóttir hans hljóti sjálfræði á ný. Mánuður er síðan Spears var rekinn sem lögráðamaður hennar, en Britney hefur sakað hann um að halda henni fanginni í öll þessi ár. 

Aðdáendur tónlistarkonunnar hafa komið saman í götunni við dómshúsið í Los Angeles og stefna að því að halda „frelsispartí“ ef dómari úrskurðar Spears í vil. 

Lögráðamannsmál tónlistarkonunnar hefur verið mikið í fjölmiðlum á þessu ári eftir að Britney bar í fyrsta skipti vitni fyrir dómara í júní síðastliðinn. Þar lýsti hún því hvernig faðir hennar hafi neytt hana til að vinna gegn hennar vilja og stjórnað persónulegu lífi hennar, þar á meðal setti hann hana á getnaðarvörn svo hún eignaðist ekki fleiri börn. 

Í kjölfar vitnisburðarins hefur fjöldi heimildamynda verið gefinn út um lögráðamannsmálið.

Sigur í júlí

Í júlí síðastliðinn gaf dómari tónlistarkonunni leyfi til þess að velja sér sinn eigin lögmann en fram að því hafði hún fengið lögmann skipaðan af dómara. Hún réði Mathew Rosengart lögmann til starfa og hefur hann barist fyrir hönd Britney í dómssalnum. 

Þá hefur hann einnig heitið því að rannsaka betur hvernig málum var háttað þegar faðir Britney var lögráðamaður hennar. Rosengart hefur meðal annars óskað eftir öllum gögnum um eftirlit sem haft var með söngkonunni í gegnum árin. 

The Guardian

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson