Týndi næstum trúlofunarhringnum á strípibúllu

Ed Sheeran og Cherry Seaborn.
Ed Sheeran og Cherry Seaborn. AFP

Söngvarinn Ed Sheeran sagði frá sögunni á bakvið nýjasta lag sitt, sem nefnist Collide, í samtali við Lenard „Charlamagne“ McKelvey í spjallþættinum The God's Honest Truth á dögunum. En í stuttu máli fjallar textinn um atvik sem átti sér stað á nektardansstað þegar eiginkona Sheerans hélt að hún hefði týnt trúlofunarhring sínum þar. 

Lagatextinn kveikti áhuga spjallþáttastjórnandans og brunnu margar spurningar á vörum hans um tilurð lagsins. Ed Sheeran fór alveg hjá sér þegar hann var spurður út í textann. „Hún verður ekki sátt við að ég skuli vera segja frá þessu öllu,“ sagði Sheeran og átti við eiginkonu sína, Cherry Seaborn. „En þetta er svakaleg saga,“ hélt hann svo áfram. 

Sheeran sagði söguna hafa verið þannig að þau Seaborn hafi verið á ferðalagi í Toronto í Kanada ásamt vinum sínum. Vinirnir hafi stungið upp á því að fara inn á nektardansstað og skemmta sér. Sheeran ákvað að fara upp á hótelherbergi að leggja sig. Sagðist hann jafnframt ekki leggja það í vana sinn að fara inn á slíka staði. Kona hans, Seaborn, ákvað hins vegar að fara með vinafólkinu á nektardansstaðinn. 

Trúlofunarhringurinn horfinn

Daginn eftir áttar hún sig á því að trúlofunarhringurinn frá Sheeran er ekki á fingri hennar. Hann gerði sig líklegan til að hringja á strippstaðinn og athuga hvort einhver þar hefði orðið var við hringinn en svo hætti hann snarlega við það. „Ég áttaði mig á því hversu ótrúlega illa það myndi hljóma,“ sagði Sheeran um atvikið. „Svo leituðum við um allt. En hún hafði sofnað í sófanum á hótelinu og þar fundum við hringinn undir sófapullunum,“ sagði Sheeran og hló dátt.

Eftir þessa frásögn má draga þá ályktun að samband þeirra Sheerans og Seaborn sé á einstaklega traustum grunni byggt. Fréttaveitan People greindi frá.   


 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson