Heitasta parið hætt saman

Kanadíski söngvarinn Shawn Mendes og kúbversk-bandaríska söngkonan Camila Cabello hafa …
Kanadíski söngvarinn Shawn Mendes og kúbversk-bandaríska söngkonan Camila Cabello hafa slitið samvistum. AFP

Rómantíkin hefur sungið sitt síðasta hjá poppstjörnunum Camila Cabello og Shawn Mendes. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem þau birtu á samfélagsmiðlum í gær tilkynntu þau um sambandsslitin. 

„Hæ krakkar, við höfum ákveðið að binda enda á rómantískt samband okkar en ást okkar á hvort öðru sem manneskjur hefur aldrei verið sterkari,“ sagði í tilkynningunni. „Við byrjuðum samband okkar sem bestu vinir og við munum halda áfram að vera bestu vinir,“ halda þau fram.

Tilkynningin birtist í story á Instagram hjá þeim báðum.
Tilkynningin birtist í story á Instagram hjá þeim báðum. Skjáskot/Instagram

Camila Cabello hefur verið opinská um andlega erfiðleika sína og hefur hún sagt Mendes sinn helsta verndarvæng. Hann hafi verið henni sem algert haldreipi í gegnum heimsfaraldurinn. Ekki er langt síðan parið spókaði sig um á ströndum Miami-borgar og ástin virtist svífa yfir vötnum. Varla hefur það verið á traustum grunni byggt.

Parið á langa sögu en þau hafa verið vinir frá árinu 2014 og gefið út nokkur lög saman frá þeim tíma. Ástarsamband þeirra hófst þó ekki fyrr en unnu saman að sumarsmellinum Seniorita sem kom út árið 2019 og hlaut miklar vinsældir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.