Tökur á Bachelor fara fram á Íslandi

Ljósmyndari mbl.is var meinaður aðgangur í Hörpu í gær.
Ljósmyndari mbl.is var meinaður aðgangur í Hörpu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tökur á 26. þáttaröð bandaríska raunveruleikaþáttarins Bachelor fara fram hér á landi þessa dagana. Samkvæmt heimildum mbl.is fóru tökur fram í Hörpu gærkvöldi og stefnt var að því að tökur færu fram í Ingólfsskála í vikunni.

Clayton Echard er piparsveinn 26. þáttaraðarinnar sem fer í loftið í janúar á næsta ári. Echard hefur sést á götum Reykjavíkur í dag.

Samkvæmt heimildum RealitySteve, bloggara sem sérhæfir sig í umfjöllun um Bachelor og Bachelorette, er Echard hér á landi ásamt þeim þremur konum sem komust lengst í keppninni og mun hann gefa síðustu rósina hér á landi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hanskann fyrir vin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hanskann fyrir vin.