Búið spil eftir árs samband

Kaia Gerber og Jacob Elordi eru hætt saman.
Kaia Gerber og Jacob Elordi eru hætt saman. Samsett mynd

Fyrirsætan Kaia Gerber og leikarinn Jacob Elordi, eru hætt saman eftir rúmlega árs samband.

Aðdáendur parsins tóku eftir því fyrir skömmu að Gerber hafi eytt út myndum af þeim saman á Instagram og í kjölfarið fóru sögusagnir um sambandsslitin af stað sem reyndust sannar. Sambandsslitin eru sögð gerð í góðu en en þau eru enn að fylgja hvort öðru á samfélagsmiðlum, svo dæmi sé tekið. Page Six greinir frá.

Kaia Gerber er dóttir fyrirsætunnar Cindy Crawford og eiginmanns hennar, Rande Gerber. Tók fjölskyldan Elordi opnum örmum þegar dóttir þeirra kynnti hann inn í fjölskylduna og hefur hann varið miklum tíma með fjölskyldunni síðasta árið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.