Helmingur lýgur til um að hafa séð þætti

Flest hafa logið til um að hafa séð Stranger Things.
Flest hafa logið til um að hafa séð Stranger Things. Skjáskot/Instagram

Um helmingur fólks hefur logið til um að hafa séð ákveðna þáttaröð til þess að ganga í augun á öðru fólki. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Radio Times gerði. Alls svöruðu 1.300 manns könnuninni og af þeim sögðust 52% hafa logið til um að hafa séð þætti til þess að geta tekið þátt í umræðum. 

Hin 48% sögðust ekki ljúga þegar kæmi að áhorfi. Flestir lugu til um að hafa horft á Netflix þættina Stranger Things. Um 14% sögðust hafa tekið þátt í umræðum um þættina þrátt fyrir að hafa aldrei séð þá. 

Næst á listanum voru þættirnir vinsælu Game of Thrones og því næst Breaking Bad. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson