Tökur á Bachelor fara fram í Ingólfsskála

Tökur á raunveruleikaþættinum Bachelor fara fram í Ingólfsskála.
Tökur á raunveruleikaþættinum Bachelor fara fram í Ingólfsskála. mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Veitingastaðurinn Ingólfsskáli í Ölfusi hefur fengið nýtt hlutverk um stundar sakir en tökur á bandaríska raunveruleikaþættinum Bachelor fara nú þar fram.

Íslenskir aðdáendur Bachelor hafa margir glaðst yfir fréttum þess efnis að keppendur þáttarins séu nú staddir á landinu í ljósi þess að tökur þáttarins fara hér fram. 

mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Síðasta rósin

Ekki liggur fyrir hvað fer fram í Ingólfsskála en erlendir miðlar hafa greint frá því að piparsveinninn í ár Clayton Echard sé hér á landi ásamt síðustu þremur konunum í keppninni. Þykir þá líklegt að hann muni gefa síðustu rósina hérlendis.

Nánari útskýringar á því sem fer fram á veitingastaðnum verða aðgengilegar landsmönnum á næsta ári þegar þáttaröðin fer í loftið. Fyrsti þáttur verður sýndur í janúar 2022.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.