Á allt J.K. Rowling að þakka

Afshan Azad segist eiga J. K. Rowling allt að þakka.
Afshan Azad segist eiga J. K. Rowling allt að þakka. Samsett mynd

Leikkonan Afshan Azad þakkaði rithöfundinum J.K. Rowling fyrir allt á 20 ára afmæli fyrstu Harry Potter kvikmyndarinnar. Azad fór með hlutverk Pödmu Patil í kvikmyndunum sem byggðar eru á bókum Rowling. 

Á þriðjudag í síðustu viku voru 20 ár liðin frá því að fyrsta kvikmyndin var frumsýnd. „Þegar Viskusteinninn kom út var ég dregin inn í galdraheiminn eins og öll önnur. Þá vissi ég ekki að ég myndi fara í áheyrnarpufu fyrir hlutverk sem myndi breyta öllu mínu lífi nokkrum árum seinna. Ég á J. Rowling, þeim sem völdu mig í hlutverk og Potter kvikmyndunum allt að þakka,“ skrifaði Azad. 

Tist Azad hefur vakið töluverða athygli en Rowling var harðlega gagnrýnd fyrir skoðanir sínar á transfólki á síðasta ári. Þá verður hún ekki hluti af hátíðarhöldum í tilefni af 20 ára afmælinu en stefnt er að því að leikararnir snúi aftur til Hogwarts skólans á nýju ári. 

Aðalleikararnir þríar, Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emma Watson hafa öll gagnrýnt Rowlin opinberlega en þau fóru með hlutverk Harry Potters, Rons Weasley og Hermione Granger í myndunum. 

Watson fagnaði afmælinu á Instagram-síðu sinni í síðustu viku og minntist ekki einu orði á Rowling. Færslan var gagnrýnd í kjölfarið og skrifaði blaðamaðurinn Sarah Ditum harðorða skoðanagrein í The Telegraph þar sem hún spurði hvernig leikararnir voguðu sér að minnast ekki á Rowling, það væri henni að þakka að þau væru rík.

Radcliffe hefur þó ekki smættað hlutverk Rowling en í heimildamynd fyrir BBC um gerð Harry Potter sagði hann hana gáfaða, fyndna og góða manneskju. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.