Kyngreindir flokkar heyra sögunni til

Dua Lipa sigraði í flokki kvenna á þessu ári.
Dua Lipa sigraði í flokki kvenna á þessu ári. AFP

Tónlistarkonan Dua Lipa og tónlistarmaðurinn J Hus verða þau síðustu í sögunni til að vinna Brit verðlaun í flokki kvenna og karla. Ástæðan er sú að skipuleggjendur verðlaunanna hafa ákveðið að sameina flokkana og verðlauna aðeins einn flytjanda. BBC greinir frá.

Dua Lipa og J Hus unnu á þessu ári en nýjar reglur munu taka gildi á þessu ári. Tónlistarfólk á borð við Sam Smith og Will Young hafa kallað eftir breytingum og bent á að núgildandi reglur útiloki fólk sem ekki skilgreini sig innan kynjatvíhyggjunnar. 

Smith en kynsegin og var ekki tilnefnt á verðlaunum í ár því hán passaði ekki í flokkana. Plata háns, Love Goes, var hæst í öðru sæti á vinsældarlistum í Bretlandi á síðasta ári en hán ákvað að hán passaði ekki inn í flokka Brit verðlaunanna. 

Á þeim tíma skrifaði Smith færslu á Instagram þar sem hán kallaði eftir breytingum. 

Sam Smith hefur talað fyrir breytingum á verðlaunaflokkum á Brit …
Sam Smith hefur talað fyrir breytingum á verðlaunaflokkum á Brit verðlaunahátíðinni. AFP

Brit verðlaununum hefur verið skipt eftir kyni frá því að þau voru fyrst veitt árið 1977. Skipuleggjendur endurskoðuðu hvernig verðlaunin voru veitt árið 2019 en ákváðu að halda kynjaflokkunum, þar til nú. 

„Ef þú værir að skipuleggja þessi verðlaun í dag, þá myndirðu eflaust gera það á þessum forsendum,“ sagði Gennaro Castaldo, talsmaður fyrir samtökin BPI sem veita verðlaunin. 

„Af hverju ætti fólk eins og Adele og Ed Sheeran ekki að keppa í sama flokki og vera dæmd sem flytjendur, að því gefnu að þau séu tilnefnd,“ sagði Castaldo. 

Breytingin mun einnig ná til alþjóðlega flokksins, en þar var áður veitt verðlaun til karla annars vegar og kvenna hins vegar. Thew Weeknd og Billie Eilish sigruðu í sínum flokkum á síðasta ári, en nú verða aðeins ein verðlaun veitt til besta flytjandans. 

Ekki einu breytingarnar

Vegna breytinganna eru færri verðlaun veitt. Til að vega upp á móti hefur verið ákveðið að veita verðlaun eftir tegund tónlistar í fyrsta skipti síðan árið 2006. 

Nú verða flokkar fyrir popp, rokk, danstónlist og rapp, og munu aðdáendur geta kosið, en það er önnur breyting því vanalega hefur fólk innan tónlistarbransans aðeins kosið. 

Brit verðlaunin verða afhent hinn 8. febrúar árið 2022 í O2 tónleikahöllinni en kosning hefst hinn 10. desember á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant