Segir aðgerðarsinna hafa birt heimilisfang hennar

J. K. Rowling segir aðgerðasinna hafa birt heimilisfang hennar á …
J. K. Rowling segir aðgerðasinna hafa birt heimilisfang hennar á Twitter. AFP

Breski rithöfundurinn J. K. Rowling segir trans-aðgerðarsinna hafa birt heimilisfang hennar í Edinborg á samfélagsmiðlinum Twitter. Rowling hefur tilkynnt málið til lögreglu en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir orð sem hún hefur látið falla um transfólk. 

Lögreglan í Skotlandi hefur haft veður af málinu að því er fram kemur í frétt BBC. Hún rannsakar nú málið.

Í færslu, sem nú hefur verið eytt, sagði einn aðgerðasinnanna að myndin hafi verið fjarlægð eftir að þeim barst hótanir á samfélagsmiðlum. 

Rowling tjáði sig í þræði á Twitter þar sem hún sagði myndina sýna þrjá aðgerðarsinna fyrir framan heimili hennar. Hún segir þá hafa staðsett sig vandlega til að tryggja að heimilisfangið væri sýnilegt. 

Rithöfundurinn þakkaði þeim sem tilkynntu færsluna. 

„Ég hvet öll þau sem endurtístu myndinni, þar sem heimilisfangið sést enn, jafnvel þó þau hafi birt færsluna til að skamma, að eyða henni,“ skrifaði Rowling. 

Rowling var harðlega gagnrýn á síðasta ári fyrir að birta tíst þar sem hún leiðrétti orðalagið „fólk sem fer á túr“ yfir í orðið „konur“.

Í langri bloggfærslu sagði hún áhuga sinn á málefnum transfólks vera vegna þess að hún væri sjálf þolandi kynferðisofbeldis. 

Gagnrýnendur segja skoðanir hennar lítillækka sjálfvitund transfólks en margir leikarar úr Harry Potter kvikmyndunum hafa gagnrýnt orð hennar. 

Rowling segir að með myndbirtingunni hafi aðgerðarsinnarnir reynt að lokka hana út í umræðu um kynbundin réttindi kvenna. 

„Þeir ættu að íhuga þá staðreynd að ég hef nú þegar fengið svo margar morðhótanir að ég gæti veggfóðrað heima hjá mér með þeim, og ég er ekki hætt að tjá skoðanir mínar,“ skrifaði Rowling. 

„Kannski, ég er bara að kasta þessu út í kosmósið, er besta leiðin til að sýna að hreyfingin ykkar er ekki ógn við konur að hætta að elta, áreita og hóta þeim.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.