Þaggar niður í skilnaðarorðrómi

Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas hafa verið gift í …
Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas hafa verið gift í tæplega þrjú ár. AFP

Leikkonan Priyanka Chopra og tónlistarmaðurinn Nick Jonas virðast ekki vera að skilja þrátt fyrir orðróm þess efnis. Orðrómurinn fór af stað eftr að Chopra tók út Jonas-eftirnafnið á samfélagsmiðlum sínum. 

Chopra skrifaði athugasemd við mynd af eiginmanni sínum á Instagram sem þaggaði niður í þeim sem ályktuðu sem svo að hjónin væru að skilja. Skrifin bentu til þess að stjarnan væri enn þá yfir sig ástfangin af Jonas. Hinn 29 ára gamli Jonas og hin 39 ára gamla Chopra fagna þriggja ára brúðkaupsafmæli í næsta mánuði.  

Móðir Chopra reyndi einnig að leiðrétta slúðursögurnar. „Þetta er vitleysa, ekki dreifa orðróminum,“ sagði móðir hennar í viðtali að því er fram kemur á vef Daily Mail. Ekki er vitað af hverju leikkonan breytti nafninu sínu á samfélagsmiðlum. 

Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas.
Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekkert frá þér fara sem þú gætir iðrast síðar. Líttu í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða og þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur.