Eiginmaðurinn ekki með á jólakortinu

Dean McDermott er hvergi að finna á jólakorti fjölskyldunnar í …
Dean McDermott er hvergi að finna á jólakorti fjölskyldunnar í ár. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Tori Spelling er búin að láta gera jólakort fyrir fjölskylduna. Á því má sjá hana ásamt börnum hennar fimm, Liam, Stellu, Hattie, Finn og Beau. Faðir þeirra, og eiginmaður Spelling, Dean McDermott, er hins vegar hvergi á kortinu. 

Spelling er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk Donnu Martin í þáttunum Beverly Hills, 90210.

„Með ást, frá búgarðinum okkar heim til þín. Tori og fjölskylda,“ segir á kortinu. Á myndinni eru þau með nokkur dýr, hænu, svín og tvær geitur. 

Í athugasemdakerfinu undir myndinni á Instagram sagði Spelling að McDermott væri ekki með á myndinni af því hann væri í vinnuferð. 

Hjónin hafa í gegnum árin talað opinskátt um erfiðleika sína í hjónabandinu. Í sumar sagði Spelling að þau svæfu ekki í sama herbergi og að nokkur barna hennar gistu inni hjá henni á meðan hann væri í vinnuferðum. 

Árið 2014 viðurkenndi McDermott að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni og í kjölfarið gerðu þau raunveruleikaseríu um hvernig þau löguðu hjónabandið, True Tori. Í viðtalið árið 2016 sagði hún að þau hefðu þurft að byggja hjónabandið algerlega frá grunni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hanskann fyrir vin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hanskann fyrir vin.