Jólatréð komið í Hvíta húsið

Dr. Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna tók á móti jólatrénu sem prýða mun gang Hvíta hússins í vikunni. Aðeins mánuður er til jóla og því margir farnir að setja sig í stellingar og skreyta.

Fyrst eiga þó Bandaríkjamenn eftir að halda þakkargjörðarhátíðina en dr. Biden og eiginmaður hennar, Joe Biden Bandaríkjaforseti, munu ekki verja hátíðardeginum í Hvíta húsinu. Þau ætla að eyða deginum á Nantucket-eyju ásamt fjölskyldu sinni en það hafa þau gert frá árinu 1975 með tveimur undantekningum. 

Dr. Biden tók við trénu með bros á vör en það kom venju samkvæmt á hestvagni að dyrum Hvíta hússins. Hún nýtti tækifærið og óskaði öllum góðra stunda yfir hátíðirnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Manneskjan sem vill endilega nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt. Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar sem halda að þeir megi allt.