Rekinn fyrir að selja gras í vinnunni

Jared Leto var rekinn úr vinnu fyrir að selja gras.
Jared Leto var rekinn úr vinnu fyrir að selja gras. AFP

Leikarinn Jared Leto var rekinn úr starfi sínu í kvikmyndahúsi þegar hann var unglingur. Ástæða uppsagnarinnar var að hann var gripinn glóðvolgur við það að selja maríjúana í kvikmyndahúsinu. 

„Ég vann í kvikmyndahúsi þegar ég var strákur, og ég var rekinn fyrir að selja gras á bak við tjöldin. Ég elska að fara í kvikmyndahús. Ég var frumkvöðull,“ sagði Leto í spjallþætti Ellen DeGeneres. Leto grínaðist seinna með að gras og poppkorn færu vel saman. 

Leto fer nú með hlutverk í kvikmyndinni House of Gucci en hún var nýlega frumsýnd í Bandaríkjunum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umburðarlyndi er undirstaða sambands fólks í millum. Reyndu að halda ró þinni, hvað sem á dynur, því þegar öldurnar lægir stendur þú með pálmann í höndunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umburðarlyndi er undirstaða sambands fólks í millum. Reyndu að halda ró þinni, hvað sem á dynur, því þegar öldurnar lægir stendur þú með pálmann í höndunum.