Sækir um skilnað eftir 10 ára hjónaband

Valerie Bertinelli hefur sótt um skilnað.
Valerie Bertinelli hefur sótt um skilnað. Skjáskot/Instagram

Leikkonan og sjónvarpsstjarnan Valerie Bertinelli hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Tom Vitale. Bertinelli og Vitale hafa verið gift í tíu ár. 

Bertinelli reis fyrst upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk í One Day at a Time þegar hún var fjórtán ára gömul. Hún hlaut tvenn Golden Globe verðlaun fyrir hlutverk sitt. Hún hefur einnig gert það gott í matreiðsluþáttum undanfarin ár og heldur úti þáttunum Valerie's Home Cooking. 

Bertinelli tilgreindi ekki ástæðu þegar hún sótti um skilnað við Vitale. Í skjölum kemur fram að þau hafi gert með sér kaupmála og að þau muni fylgja honum í skiptingu á eignum sínum og auðævum. 

Bertinelli og Vitale gengu í hjónaband árið 2011 eftir nokkurra ára samband. Hún var áður gift tónlistarmanninum Eddie Van Halen frá 1981 til 2007 og á með honum soninn Wolfgang sem er þrítugur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Haltu þig við það sem þú gerir best, það hefur meiri áhrif en að láta truflast af einhverju sem þú gerir jafn vel og aðrir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Haltu þig við það sem þú gerir best, það hefur meiri áhrif en að láta truflast af einhverju sem þú gerir jafn vel og aðrir.