Geirvörturnar þóttu ekki við hæfi og Madonna brjáluð

Myndir af Madonnu voru fjarlægðar af Instagram.
Myndir af Madonnu voru fjarlægðar af Instagram. Samsett mynd

Tónlistarkonan Madonna birti djarfa myndasyrpu af sér á Instagram í vikunni. Stuttu seinna voru myndirnar fjarlægðar. Útskýringin sem Madonna fékk var sú að það hefði sést glitta í geirvörtur hennar og er stjarnan allt annað en sátt við hvernig Instagram tók á málinu. 

Madonna birti myndirnar aftur á Instagram en með hjörtum á þannig að ekki sást í geirvörtur hennar. 

„Mér finnst það enn ótrúlegt að við búum í menningarsamfélagi sem leyfir að sýna hvern einasta líkamshluta fyrir utan geirvörtu. Eins og þetta sé eini líkamshluti konu sem hægt er að kyngera. Geirvartan sem fæðir barnið! Er ekki hægt að upplifa geirvörtu karlmanns á kynferðislegan hátt?! Og hvað með rass konu sem er hvergi ritskoðaður. Ég þakka fyrir að hafa haldið geðheilsu í fjóra áratugi af ritskoðun, kynjamismunun, aldursfordómum og kvenfyrirlitningu,“ skrifaði Madonna. 

Samfélagsmiðillinn hefur oft verið gagnrýndur fyrir að fjarlægja myndir af konum. Myndirnar af Madonnu vöktu mikla athygli í vikunni. Það voru ekki endilega geirvörturnar sem vöktu athygli fólks heldur ögrandi stellingar stjörnunnar. 

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson