„Guð mun leiða hana aftur til mín“

Kanye West.
Kanye West. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West viðurkennir að hafa ekki verið góður eiginmaður Kim Kardashian, en þau skildu fyrr á árinu líkt og frægt er orðið.

West er með hjartað á réttum stað. Fyrr í vikunni heimsótti hann góðgerðarstarfsemi Skid Row í Los Angeles, sem veitir heimilislausum og öðrum bágstöddum bjargir, og lét gott af sér leiða. Gaf hann starfseminni hátt í þúsund máltíðir ætlaðar heimilislausum í tilefni af þakkargjörðarhátíðinni samkvæmt frétt frá The Sun

Áður en West lauk heimsókninni á Skid Row greip hann í míkrófón og ávarpaði gesti og gangandi með trúarlegum skilaboðum. Þar viðurkenndi hann að hafa ekki alltaf verið til fyrirmyndar í hjónabandi sínu og Kim Kardashian en reyni nú að vinna ýmislegt upp. 

„Ég er hér til að breyta þeirri sögu,“ er haft eftir West.

Kim Kardashian á nú í ástarsambandi við grínistann Pete Davidson og virðist það ævintýri ekki fara vel í fyrrverandi eiginmann hennar. „Guð mun leiða hana aftur til mín,“ sagði Kanye West. 

„Þegar Guð leiðir okkur saman verða milljónir fjölskyldna fyrir áhrifum og innblæstri. Þá munu þær sjá að það er hægt að komast yfir erfiðleikana og áföllin. Það eru djöflar sem nýta sér erfiðleikana og lætur fólk vera í eymd á meðan fólk stígur yfir heimilislaust fólk sem liggur fyrir utan Gucci-búðirnar.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt sem viðkemur fjölskyldu, heimili og heimilislífi er mjög jákvætt þessa dagana. Þú færð góðar fréttir af ættingja.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allt sem viðkemur fjölskyldu, heimili og heimilislífi er mjög jákvætt þessa dagana. Þú færð góðar fréttir af ættingja.