Sam Smith skartar mottu

Yfirvaraskeggiðfer háni vel.
Yfirvaraskeggiðfer háni vel. Skjáskot/Instagram

Sam Smith opinberaði nýjan skeggstíl þegar hán mætti á tískuviðburðinn Prada Extends í Lundúnum fyrr í vikunni. Hafði hán rakað alskeggið og formað það í yfirvaraskegg.

Smith hefur verið alskeggjað um nokkurt skeið en nýi stíllinn fellur vel að andlitslaginu og fer háni því einstaklega vel. Hán var einnig mjög flott í tauinu þar sem svartur síður jakki var í forgrunni við ljósa doppótta skyrtu, grófa skó og glimmerveski frá ítalska hönnuðinum Prada, sem var eins konar punkturinn yfir i-ið. 

Smith opinberaði það fyrir nokkru að hán væri kynsegin. Sagðist hán alla tíð hafa átt í erfiðleikum með að skilgreina sig annaðhvort sem karlkyns eða kvenkyns, í kjölfarið breytti hán persónufornafni sínu. Daily Mail greinir frá.

Skipuleggjendur Brit Awards-verðlaunahátíðarinnar gerðu nýverið breytingar á fyrirkomulagi tilnefninga fyrir tilstilli Smiths og annarra stjarna sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Breytingarnar eru þær að ekki verða veitt kynbundin verðlaun heldur verður listafólk ársins verðlaunað. Þar með hafa öll jafna möguleika, óháð kyni. 

View this post on Instagram

A post shared by Prada (@prada)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.