Gorillaz-kvikmynd í undirbúningi

Damon Albarn með Esjuna í baksýn.
Damon Albarn með Esjuna í baksýn. mbl.is/Einar Falur

Kvikmynd um hljómsveitina Gorillaz er í undirbúningi. Damon Albarn, sem stendur á bak við sveitina ásamt teiknaranum Jamie Hewlett, segir að Netflix ætli sér að framleiða myndina og er handritsgerð í fullum gangi.

„Ég er hjá Netflix af því að við erum að gera Gorillaz-mynd í fullri lengd í samstarfi við Netflix,“ sagði Albarn, að því er Ign greindi frá.

Kvikmynda- og sjónvarpsverkefni tengd Gorillaz hafa áður verið í vinnslu án þess að hafa orðið að veruleika. Árið 2017 greindi Hewlett frá því að tíu þátta Gorillaz-sería væri á leiðinni og einnig sagði hann að kvikmynd væri í undirbúningi í samstarfi við Dreamworks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant